Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 28. júní 2018 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Daniel Badu spáir í leik Englands og Belgíu
Daniel Badu: Kane skorar eitt og England vinnur.
Daniel Badu: Kane skorar eitt og England vinnur.
Mynd: Getty Images
Klukkan 18:00 hefst stórleikur Englands og Belgíu á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Bæði lið eru komin áfram í 16-liða úrslit en baráttan er um efsta sætið. Liðin eru bæði með fullt hús, sex stig og nákvæmlega sömu markatölu. Ef leikurinn endar með jafntefli munu háttvísistig segja til um hvort liðið fari áfram, en þar er farið eftir því hvaða lið fá færri gul og rauð spjöld. England er í betri málum þar í augnablikinu. Fari svo að liðin endi með jafnmikið af spjöldum þá mun FIFA draga um það hvort liðið endi í efsta sæti.

England er með tvö gul spjöld fyrir leikinn og Belgía þrjú.

Sjá einnig:
Englendingar vilja tapa fyrir Belgíu

Daniel Badu, leikmaður Vestra í 2. deild, er fæddur í Lundúnum. Hann spáir í spilin fyrir þennan stórleik.

England 3 - 2 Belgía (klukkan 18:00)
Bæði lið munu gera breytingar á byrjunarliðum sínum og þess vegna er erfitt að spá í þennan leik.

En ég held að þetta verði góður leikur þar sem bæði lið munu reyna að vinna. Það verða mörk. Kane skorar eitt og England vinnur.

Sjá einnig:
Viðtal við Daniel Badu
Athugasemdir
banner
banner
banner