Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 28. júní 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fékk gult spjald eftir aðeins 15 sekúndur - Nýtt met
Mynd: Getty Images
Jesus Gallardo, leikmaður Mexíkó, var ekki lengi að láta til sín taka í leik Mexíkó og Svíþjóðar í F-riðli Heimsmeistaramótsins í gær.

Þegar aðeins 15 sekúndur voru liðnar af leiknum tæklaði Gallardo sóknarmann Svíþjóðar, Ola Toivonen, og uppskar fyrir það gula spjaldið frá dómara leiksins, Argentínumanninum Nestor Pitana.

Gallardo setti þarna met en aldrei hefur neinn leikmaður í sögu HM verið eins fljótur að fjá spjald.

Þetta er í þriðja sinn frá 1970 (þegar spjaldakerfið var tekið upp á HM) sem leikmaður er spjaldaður á fyrstu mínútunni, en aldrei hefur neinn verið fljótari en Gallardo.

Mexíkó tapaði leiknum gegn Svíþjóð 3-0 en komst áfram þar sem Þýskaland tapaði 2-0 á móti Suður-Kóreu á sama tíma.

Mexíkó mun mæta Brasilíu í 16-liða úrslitunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner