banner
   fim 28. júní 2018 19:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM: Januzaj tryggði Belgíu 1. sætið - Gott fyrir England?
Januzaj skoraði eina mark leiksins gegn Englandi.
Januzaj skoraði eina mark leiksins gegn Englandi.
Mynd: Getty Images
Túnis lagði Panama.
Túnis lagði Panama.
Mynd: Getty Images
Adnan Januzaj, sem var um stutt skeið besti leikmaður Manchester United, tryggði Belgíu sigur á Englandi á HM í Rússlandi. Riðlakeppninni er núna lokið.

England missti af efsta sætinu en það gæti verið gott
Leikurinn var ekki sá skemmtilegasti en það var aðeins eitt mark skorað og það gerði Januzaj á 51. mínútu. Bæði lið gerðu margar breytingar og ekki sérstaklega mikil áhersla lögð á þennan leik.

Bæði lið voru með fullt hús stiga úr tveimur leikjum fyrir leikinn í kvöld og voru komin áfram í 16-liða úrslitin. Belgía vinnur riðilinn á sigurmarki Januzaj en það er ekki endilega slæmt fyrir England eins og sagt var frá í gær.

England mætir Kólumbíu í 16-liða úrslitunum, en leiðin í úrslitaleikinn ætti að vera töluvert greiðari fyrir þá.


Ef England vinnur Kólumbíu, sem er langt frá því að vera auðvelt verkefni, þá er næsti mótherji annað hvort Sviss eða Svíþjóð. Því væri það Spánn, Rússland, Króatía eða Danmörk. Englendingar eru bjartsýnir fyrir framhaldinu.

Á meðan mætir Belgar liði Japan í 16-liða úrslitunum og ef þeir komast áfram þá spila þeir við annað hvort Brasilíu eða Mexíkó.

England 0 - 1 Belgía
0-1 Adnan Januzaj ('51 )

Leikur sem skipti ekki miklu máli
Hinn leikurinn í riðlinum var á milli Túnis og Panama og skipti hann litlu sem engu máli. Bæði lið voru úr leik og án stiga fyir leikinn. Aðeins stoltið var í húfi.

Panama, sem tapaði 6-1 fyrir Englandi, komst yfir í leiknum með sínu öðru marki á HM. Panama var 1-0 yfir í hálfleik en í seinni hálfleik voru Túnismenn grimmari. Þeir jöfnuðu snemma í seinni hálfleiknum og á 66. mínútu tryggði Whabi Khazri, sem samningsbundinn er Sunderland, sigurinn. Fínn sigur fyrir Túnis, sem skiptir þó litlu máli.

Panama 1 - 2 Túnis
1-0 Alex Rodriguez ('33 )
1-1 Fakhreddine Ben Youssef ('51 )
1-2 Wahbi Khazri ('66 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner