Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 28. júní 2018 17:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Joachim Löw fer í viðræður um framtíð sína
Framtíð Löw er óljós.
Framtíð Löw er óljós.
Mynd: Getty Images
Joachim Löw mun setjast niður með Reinhard Grindel, formanni knattspyrnusambands Þýskalands og ræða framtíð sína sem þjálfari landsliðsins.

Þjóðverjar duttu út í riðlakeppninni í fyrsta skiptið í sögunni, þeir gerðu gott betur og enduðu neðstir eftir að hafa tapað gegn Mexíkó og Suður-Kóreu.

Ég talaði við Joachim Löw á miðvikudagskvöldið. Við vorum sammála um að setjast niður á næstu dögum og ræða framhaldið,” sagði Grindel.

Löw segist sjálfur þurfa að taka sér tíma áður en hann ákveður framtíðina.

Sársaukinn og svekkelsið er ekki farið. Þetta mun taka tíma. Við erum allir vonsviknir með það sem gerðist. Liðið sýndi ekki hvað í því býr. Ég er þjálfarinn og verð að setja spurningarmerki við sjálfan mig. Ég mun gera það og við Grindel munum ræða saman,” sagði Löw.

Löw skrifaði undir nýjan samning fyrir mót sem gildir til 2022. Fyrir leik hafði Grindel gefið út að þjálfarinn væri öruggur í starfi óháð úrslitum leiksins.
Athugasemdir
banner
banner