Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 28. júní 2018 12:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Maradona er hissa á orðrómi um heilsu sína
Hegðun Maradona hefur vakið athygli í Rússlandi.
Hegðun Maradona hefur vakið athygli í Rússlandi.
Mynd: Getty Images
Diego Maradona var hissa á þeirri athygli sem áhyggjur af heilsufari hans hefur fengið og segist klárlega vera á lífi.

Maradona er í dag 57 ára gamall en hann var fyrirliði Argentínu þegar þeir sigruðu HM 1986. Hann hunsaði ráð frá lækni sem sagði honum að fara heim í hálfleik í leik Argentínu og Nígeríu síðastliðinn þriðjudag.

Viðvera hans á leikjum Argentínu hefur fengið mikla athygli frá fólki á vellinum sem og myndavélum. Maradona gert lítið úr áhyggjum um heilsufar sitt eftir að hafa þurft aðstoð við að yfirgefa sæti sitt í síðasta leik Argentínu.

Þessi fyrrum heimsmeistari neitaði að hafa verið lagður inn á spítala og segir að hann hafi fundið til sársauka í hálsi. Hann undirstrikaði að hann væri við góða heilsu með því að koma fram í sjónvarpsþættinum "De La Mano del 10."

Maradona hefur verið gagnrýnendur fyrir að gefa stuðningsmönnum Nígeríu fingurinn í kjölfar sigurmarks Marco Rojo undir lok leiks.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner