Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. júní 2018 21:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Markið sem mun færa Englandi Heimsmeistaratitil?"
Marcus Rashford og Marouane Fellaini ræða saman í kvöld.
Marcus Rashford og Marouane Fellaini ræða saman í kvöld.
Mynd: Getty Images
Robbie Savage, fyrrum leikmaður í ensku úrvalsdeildinni og núverandi sparkspekingur, veltir því fyrir sér í pistli sínum hjá Mirror í kvöld hvort að England geti orðið Heimsmeistari eftir tap gegn Belgíu í síðasta leik riðlakeppninnar.

Sjá einnig:
HM: Januzaj tryggði Belgíu 1. sætið - Gott fyrir England?

England mætir Kólumbíu 16-liða úrslitunum sem er klárlega erfitt verkefni en ef sigur vinnst á Kólumbíu verður Sviss eða Svíþjóð næsti mótherjinn. Ef England hefði unnið leikinn eða gert jafntefli þá hefði liðið mætt Japan í 16-liða úrslitunum og líklega Brasilíu í 8-liða úrslitunum.

Englendingar eru í rauninni ánægðir að England hafi tapað í kvöld.

Í pistli sínum skrifar Savage að England ætti ekki að hafa áhyggjur af úrslitunum í kvöld þar sem margar breytingar hafi verið gerðar á byrjunarliðinu. Savage telur að England sé sigurstranlegra liðið fyrir viðureign sína við Kólumbíu.

Í lok pistilsins segir hann: „Það fyndna er að frábært sigurmark Adnan Januzaj gæti verið markið sem gerir Englandi kleift að vinna Heimsmeistaramótið"

Englendingar eru margir hverjir orðnir mjög bjartsýnir eftir vonbrigði síðustu ára.

Smelltu hér til að lesa pistil Savage í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner