Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 28. júní 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Matti kallar eftir fálkaorðum á landsliðið
Icelandair
Mynd: Rosenborg
Strákarnir í íslenska landsliðinu stóðu sig eins og hetjur á HM í fótbolta þrátt fyrir að hafa fallið úr leik í riðlakeppninni. Ríkjandi Heimsmeistarar Þýskalands féllu líka úr leik í riðlakeppninni.

Strákarnir komu heim í gær eftir tæpar þrjár vikur í Rússlandi.

Þetta landslið hefur gefið þjóðinni mikið til að gleðjast yfir síðustu árin og það mun vonandi ekki hætta núna.

Eftir leikinn gegn Króatíu kallaði Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Noregsmeistara Rosenborg, eftir að íslenski hópurinn fengi fálkaorðuna.

Ótrúlega stoltur af þessu liði okkar. Vil að það verði hent fálkaorðunni á þá! Besta landkynning sem Ísland hefur nokkurn tímann fengið," skrifaði Matthías, sem á sjálfur 15 A-landsleiki, á Twitter.

Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari, fékk fálkaorðuna í byrjun ársins en nú spurning hvort Guðni Th. muni veita Heimi Hallgrímssyni og öðrum meðlimum íslenska landsliðsins hana.



Athugasemdir
banner
banner