Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 28. júní 2018 18:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Ráðherra mætti í vinnuna í treyju merktri Durmaz
Burtu með fordóma!
Mynd: Getty Images
Svíþjóð gekk frá Mexíkó, 3-0 á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi í gær. Svíþjóð tryggði sér þar með sigurinn í F-riðlinum á HM sem innihélt einnig Þýskaland og Suður-Kóreu.

Svíþjóð tapaði 2-1 fyrir Þýskalandi í öðrum leik sínum riðlinum á dramatískan hátt. Toni Kroos skoraði úr aukaspyrnu þegar nokkrar sekúndur voru eftir.

Jimmy Durmaz, leikmaðurinn sem braut af sér og af Þjóðverjum aukaspyrnuna varð fyrir kynþáttafordómum eftir leikinn. Durmaz er fædd­ur og upp­al­inn í Svíþjóð en for­eldr­ar hans eru af assýrskum upp­runa. Þau fluttu til Svíþjóðar frá Tyrklandi áður en Durmaz fæddist.

Durmaz var hótað öllu illu þar á meðal lífláti.

„Þegar þú hótar mér, þegar þú kallar mig hryðjuverkamann, þá hefurðu farið langt yfir öll mörk," sagði Durmaz þegar hann fundaði með blaðamönnum á dögunum.

„Ég er stoltur að spila fyrir Svíþjóð og mun aldrei leyfa rasistum að eyðileggja það stolt. Við verðum að forðast rasisma."

Svíþjóð vann í gær og var sigurinn að mörgu leyti tileinkaður Durmaz. Íþróttamálaráðherra Svíþjóðar, Annika Strandhall, birti mynd af sér á Twitter fyrir leikinn þar sem hún er í treyju merktri Durmaz, en hún mætti í henni í þinghúsið í Stokkhólmi. Fleiri deildu stuðningsyfirlýsingum við Durmaz en mikil gleði ríkir nú í Svíþjóð sem mætir Sviss í 16-liða úrslitum.





Athugasemdir
banner
banner