Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 28. júní 2018 16:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Sænsku leikmennirnir ánægðir að Þýskaland sé úr leik
Leikmenn Svíþjóðar fagna sigrinum á Mexíkó í gær.
Leikmenn Svíþjóðar fagna sigrinum á Mexíkó í gær.
Mynd: Getty Images
Lustig var ánægður að þjóðverjar væru úr leik.
Lustig var ánægður að þjóðverjar væru úr leik.
Mynd: Getty Images
Þó nokkrir landsliðsmenn Svíþjóðar hafa viðurkennt að þeir séu ánægðir með að Þýskaland hafi verið slegið út í gærkvöldi.

Svíar voru ekki sáttir með hegðun þýska landsliðsins eftir leik þjóðanna á HM þar sem Toni Kroos skoraði mark úr aukaspyrnu í lok leiks. Ekki bætti úr skák að tveir starfsmenn þýska liðsins löbbuðu að bekk andstæðinganna og klöppuðu í andlitið á þeim eftir leik.

Nokkrir af leiðtogum þeirra fögnuðu með því að hlaupa í áttina að okkur og gera grín að okkur. Það fór verulega í taugarnar á okkur og gerði okkur reiða. Við börðumst í 90 mínútur og eftir leik eiga allir að takast í hendur,” sagði Janne Andersson, þjálfari Svía.

Mikael Lustig, varnarmaður Svía og Celtic sagði við Aftonbladet að hann hefði verið hissa á hegðun leikmanna andstæðinganna eftir leik.

Það er ekkert að því að slá Þýskaland út í ljósi hegðunar þeirra og sérstaklega vegna þess sem nokkrir leikmenn sögðu. Þetta er gott, ég ætla ekki að neita því," sagði Lustig.

Ég ætla ekki að nefna þá en það voru tveir leikmenn sem hlupu framhjá mér og öskruðu í andlitið á mér. Þeir gerðu grín að mér. Ég sagði ekkert tilbaka því ég var svo hissa.”

Svíþjóð mætir Sviss á þriðjudaginn í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins. Þýskaland fer hinsvegar heim og tókst ekki að breyta þeirri hefð sem hefur myndast að núverandi heimsmeistarar detti út í riðlakeppninni.

Athugasemdir
banner
banner