Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 28. júní 2018 20:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svona eru 16-liða úrslitin - Stórleikur strax á laugardag
Argentínumenn spila við Frakkland á laugardaginn.
Argentínumenn spila við Frakkland á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Riðlakeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi lauk í kvöld með tveimur leikjum í G-riðli.

Sjá einnig:
HM: Januzaj tryggði Belgíu 1. sætið - Gott fyrir England?

Riðlakeppnin var frábær skemmtun en nú geta fótboltaunnendur hlakkað til útsláttarkeppni næstu vikurnar.

Það verður eflaust erfitt að rífa sig frá sjónvarpinu. Á morgun er fyrsti frídagur Heimsmeistaramótsins síðan það byrjaði 14. júní. Á laugardaginn byrja 16-liða úrslitin.

Það eru margir safaríkir leikir á boðstólnum í 16-liða úrslitum og byrjar veislan strax með leik Frakklands og Argentínu klukkan 14:00 komandi laugardag.

Erfitt er að segja til um hvaða lið mun fara alla leið og hampa Heimsmeistarabikarnum en það mun ekki koma í ljós fyrr 15. júlí. Þangað til er það bara að halla sér og njóta.

Leikirnir í 16-liða úrslitum:

Laugardagur 30. júní
14:00 Frakkland - Argentína (Kazan)
18:00 Úrúgvæ - Portúgal (Sochi)

Sunnudagur 1. júlí
14:00 Spánn - Rússland (Moskva)
18:00 Króatía - Danmörk (Nizhniy Novgorod)

Mánudagur 2. júlí
14:00 Brasilía - Mexíkó (Samara)
18:00 Belgía - Japan (Rostov-On-Don)

Þriðjudagur 3. júlí
14:00 Svíþjóð - Sviss (Sankti Pétursborg)
18:00 Kólumbía - England (Moskva)



Athugasemdir
banner
banner
banner