Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 28. júní 2020 20:32
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Newcastle og Man City: Gayle tvistaður
Mynd: Getty Images
Manchester City er komið í undanúrslit enska bikarsins eftir þægilegan 0-2 sigur á Newcastle fyrr í kvöld.

Sky Sports gaf leikmönnum einkunnir og var Raheem Sterling valinn sem maður leiksins. Dwight Gayle, sóknarmaður Newcastle sem kom inn af bekknum, fékk aðeins tvo í einkunn.

Gayle fékk svo lága einkunn því hann klúðraði dauðafæri á 66. mínútu, skömmu áður en Sterling innsiglaði sigur City. Gayle klúðraði þá af sex metra færi með að skjóta boltanum yfir hálfopið mark.

Sterling fékk átta fyrir sinn þátt í sigrinum, sem er sama einkunn og David Silva og Kevin De Bruyne fengu.

Newcastle: Darlow (6), Manquillo (6), Fernandez (6), Lascelles (6), Schar (5), Rose (6), S.Longstaff (6), Hayden (5), Almiron (6), Saint-Maximin (6), Carroll (6)
Varamenn: Gayle (2), M.Longstaff (6), Joelinton (6), Lozaro (6)

Man City: Bravo (6), Walker (6), Otamendi (6), Laporte (7), Mendy (6), Gundogan (7), D.Silva (8), Mahrez (7), De Bruyne (8), Sterling (8), Jesus (7)
Varamenn: Bernardo (6), Foden (7), Rodri (6)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner