Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 28. júní 2020 17:06
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Guðmunds: Glórulaus dómur
Lengjudeildin
Gunnar Guðmundsson þjálfari Þróttar
Gunnar Guðmundsson þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er bara hrikalega ánægður með mína menn. Menn lögðu allt í þetta og börðust vel og það eina sem er svekkjandi er að við skyldum ekki njóta góðs af því og taka allavega eitt stig með okkur héðan.“
Sagði Gunnar Guðmundsson um leik sinna manna í dag eftir 1-0 tap Þróttar gegn Grindavík suður með sjó í dag.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  0 Þróttur R.

Um ramman reip var að draga fyrir leikmenn Þróttar en þeir léku manni færri fá 29. mínútur þegar Guðmundur Friðriksson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Deildar meiningar voru á vellinum um réttmæti seinna spjaldsins. Hvernig horfði atvikið við Gunnari?

„Algjörlega glórulaus dómur. Þetta er bara algjör óheppni að hendin slæmist í Gunnar og fáránlegt að gefa gult spjald fyrir þetta.“

Þróttarar fengu þó færi í leiknum og sennilega það besta undir lok fyrri hálfleiks þegar Aron Þórður Albertsson slapp innfyrir vörn Grindavíkur en setti boltann í stöngina einn gegn markmanni.

„Það hefði verið gott að komast yfir þarna í fyrri hálfleik en svona er þetta, við fengum ekkert með okkur núna en þá er bara horfa fram á veginn og taka næsta leik.“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner