Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 28. júní 2020 20:19
Ívan Guðjón Baldursson
Hólmar Örn og Theódór Elmar í sigurliðum
Levski stefnir á Evrópudeild - Akhisarspor ætlar upp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Hólmar Örn Rúnarsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar er Levski Sofia lagði Beroe að velli í efstu deild búlgarska boltans.

Hólmar og félagar í vörninni voru gríðarlega uppteknir í leiknum þar sem heimamenn áttu átján marktilraunir gegn þremur.

Levski stóð þó uppi sem sigurvegari þökk sé tvennu Nigel Robertha og endurheimti liðið 2. sæti deildarinnar með sigrinum.

2. sætið er afar mikilvægt og gefur þátttökurétt í undankeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð. Liðið situr þar einu stigi fyrir ofan nágranna sína í CSKA Sofia.

Beroe 1 - 2 Levski Sofia
0-1 N. Robertha ('22)
1-1 M. Kamburov ('34)
1-2 N. Robertha ('72)

Í tyrknesku B-deildinni lék Theódór Elmar Bjarnason fyrstu 78 mínúturnar í 1-0 sigri Akhisarspor.

Elmar og félagar eru í harðri baráttu um umspilssæti. Það eru fjórar umferðir eftir af tímabilinu og verða síðustu leikirnir gífurlega mikilvægir.

Leikurinn var afar jafn en heimamenn fengu betri færi. Sokol Cikalleshi klúðraði vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Bertug Bayar náði að setja knöttinn í netið á 88. mínútu og stela sigrinum.

Akhisarspor 1 - 0 Umraniyespor
1-0 Bertug Bayar ('88)
Rautt spjald: R. Nouri, Umraniyespor ('45)

Þá var Böðvar Böðvarsson allan tímann á bekknum er Jagiellonia tapaði fyrir Lechia Gdansk í pólska boltanum.

Jagiellonia er í sjötta sæti, sex stigum frá Evrópudeildarsæti.

Jagiellonia 1 - 2 Lechia Gdansk
Athugasemdir
banner
banner