Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 28. júní 2020 20:25
Ívan Guðjón Baldursson
Lampard: Barkley með betri vinstri fót en ég
Mynd: Getty Images
Chelsea sló Leicester úr leik í 8-liða úrslitum enska bikarsins í dag og var Frank Lampard kátur að leikslokum.

Lampard tefldi fram ungu byrjunarliði en skipti Reece James, Mason Mount og Bobby Gilmour út í hálfleik til að bæta reynslu við liðið. Það svínvirkaði því varamennirnir Ross Barkley og Mateo Kovacic áttu stórleik og gerði Barkley sigurmarkið.

„Við erum mjög ánægðir með að vera komnir í undanúrslitin. Við vorum ekki uppá okkar besta í dag en við erum himinlifandi með sigurinn. Ég vil ekki vera of neikvæður því við unnum en við verðum að skoða þennan leik og bæta okkur," sagði Lampard.

„Núna getum við hvílt okkur frá bikarnum og einbeitt okkur að ná Meistaradeildarsæti."

Lampard var spurður út í skiptingarnar í hálfleik og hrósaði Barkley sérstaklega.

„Þetta var mikilvægt fyrir reynslubankann hjá ungu strákunum. Við vorum lélegir í fyrri hálfleik og ég hefði hæglega getað kippt fleirum útaf í hálfleik.

„Við gáfum Leicester of mikið pláss og þeir áttu alltof auðvelt með að vinna boltann aftur. Við vorum heppnir að þeir nýttu ekki færin sín en við komum sterkir út í seinni hálfleikinn, strákarnir sem komu inn af bekknum gerðu gæfumuninn.

„Ross er frábær og ég nýt þess að vinna með sókndjörfum miðjumönnum. Ross er stórhættulegur í sókn, hann er með betri vinstri fót en ég."

Athugasemdir
banner
banner