Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 28. júní 2020 18:06
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Keflavík skoraði fjögur í Ólafsvík
ÍBV, Fram og Þór með nauma sigra
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fjórum leikjum var að ljúka í Lengjudeild karla þar sem Keflavík skoraði fjögur mörk gegn Víkingi er liðin mættust í Ólafsvík.

Joey Gibbs kom Keflavík yfir með marki úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks.

Liðin skiptust á að sækja eftir það en Adam Árni Róbertsson tvöfaldaði forystu gestanna með marki eftir langt innkast á 80. mínútu.

Ólsarar reyndu að svara fyrir sig en tókst ekki betur en svo að Adam Árni og nafni hans Adam Ægir Pálsson bættu tveimur mörkum við í uppbótartíma.

Keflavík er því með sex stig og markatöluna 9-1 eftir tvær fyrstu umferðir sumarsins. Víkingur er með þrjú stig.

Víkingur Ó. 0 - 4 Keflavík
0-1 Joey Gibbs ('48, víti)
0-2 Adam Árni Róbertsson ('80)
0-3 Adam Ægir Pálsson ('90)
0-4 Adam Árni Róbertsson ('94)

Þór heimsótti þá Leikni á Fáskrúðsfjörð og komust heimamenn yfir strax á fyrstu mínútu þegar Povilas Krasnovskis skoraði laglegt mark utan teigs.

Þórsarar voru ekki lengi að svara fyrir sig þar sem Bjarki Þór Viðarsson skoraði tvennu á næstu tíu mínútum. Bæði mörkin komu með skalla eftir fyrirgjafir Ólafs Arons Péturssonar.

Þór leiddi í hálfleik en Arkadiusz Jan Grzelak jafnaði með marki úr vítaspyrnu í síðari hálfleik. Gleði heimamanna lifði þó ekki lengi því Jóhann Helgi Hannesson kom Þórsurum aftur yfir andartaki síðar.

Heimamenn reyndu að jafna og fengu bæði lið færi en inn vildi boltinn ekki. Besta færið fengu Leiknismenn undir lokin en Þórsarar náðu að bjarga á marklínu.

Þór er með sex stig eftir sigurinn og Leiknismenn stigalausir.

Leiknir F. 2 - 3 Þór
1-0 Povilas Krasnovskis ('1)
1-1 Bjarki Þór Viðarsson ('8)
1-2 Bjarki Þór Viðarsson ('11)
2-2 Arkadiusz Jan Grzelak ('63, víti)
2-3 Jóhann Helgi Hannesson ('65)

Fram og ÍBV unnu þá bæði á útivelli. Fram heimsótti Magna til Grenivíkur á meðan Eyjamenn kíktu í Mosfellsbæinn.

Á Grenivík leiddi Fram 1-2 í hálfleik. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna í síðari hálfleik en inn vildi boltinn ekki þrátt fyrir nokkur dauðafæri.

Í Mosfellsbæ var mikið fjör í galopnum leik. Eyjamenn fengu fleiri færi og komust yfir í fyrri hálfleik en heimamenn voru einnig hættulegir í sínum sóknaraðgerðum.

Um miðjan síðari hálfleik tóku Mosfellingar stjórn á leiknum og náðu að jafna, en ÍBV tók forystuna á ný þremur mínútum síðar. Telmo Castanheira var þá heppinn að koma knettinum í netið.

Það reyndist sigurmarkið og er ÍBV því með sex stig eftir tvær umferðir, rétt eins og Fram. Magni og Afturelding eru án stiga.

Magni 1 - 2 Fram
0-1 Alexander Már Þorláksson ('8)
1-1 Kairo Asa Jacob Edwards-John ('15)
1-2 Aron Snær Ingason ('20)

Afturelding 1 - 2 ÍBV
0-1 Víðir Þorvarðarson ('21)
1-1 Hafliði Sigurðarson ('76)
1-2 Telmo Castanheira ('79)

Það getur tekið tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner