Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 28. júní 2020 18:47
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Alfons og félagar óstöðvandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það komu sex Íslendingar við sögu í norska boltanum í dag og var sannkallaður Íslendingaslagur þegar Strömsgodset tók á móti Álasundi.

Þar var Ari Leifsson í byrjunarliði heimamanna á meðan Daníel Leó Grétarsson og Davíð Kristján Ólafsson byrjuðu í liði gestanna. Þá var Hólmbert Aron Friðjónsson á bekknum hjá Álasundi en hann er að ná sér eftir meiðsli og vildi þjálfarinn ekki taka áhættu.

Liðin skildu jöfn í dag en gestirnir leiddu allt að lokamínútum leiksins, þegar Mikkel Maigaard jafnaði úr vítaspyrnu.

Hinn 22 ára gamli Alfons Sampsted lék allan leikinn er Bodo/Glimt hélt fullkominni byrjun sinni áfram með því að leggja Sarpsborg að velli. Alfons og félagar eru með tólf stig eftir fjórar umferðir.

Þá spilaði Dagur Dan Þórhallsson síðustu mínúturnar í tapi Mjondalen gegn Kristiansund á meðan Viðar Ari Jónsson spilaði í hægri bakverði í tapi Sandefjord gegn Haugesund.

Strömsgodset 1 - 1 Ålesund
0-1 S. Haugen ('30)
1-1 M. Maigaard ('89, víti)

Bodo/Glimt 2 - 1 Sarpsborg
1-0 J. Hauge ('32)
1-1 O. Halvorsen ('54)
2-1 U. Saltnes ('58)

Mjondalen 1 - 2 Kristiansund
0-1 L. Kalludra ('51)
0-2 A. Pellegrino ('86)
1-2 S. Ibrahim ('92)

Sandefjord 0 - 1 Haugesund
0-1 K. Velde ('14)
Athugasemdir
banner
banner
banner