Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 28. júní 2020 22:03
Magnús Már Einarsson
Rúnar Kri: Ekkert sérstaklega stressaður
Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta voru griðrlega mikilvæg þrjú stig á erfiðum útivelli. Við erum oboðslega ánægðir með niðurstöðuna," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 2-1 sigur liðsins á ÍA í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Eftir 3-0 tap gegn HK á heimavelli um síðustu helgi svöruðu Íslandsmeistararnir með sigri í kvöld. Skagamenn komust yfir í upphafi síðari hálfleiks en KR kom til baka og landaði sigri.

„Leikurinn var góður af öllu leyti nema síðasta korterið í fyrri hálfleik þegar Skagamenn fengu þrjú dauðafæri og Beitir bjargaði ökkur vel. Að öðru leyti stjórnuðum við leiknum."

„Í seinni hálfleik var maður ekkert sérstaklega stressaður þó að þeir hafi skorað þetta fyrsta mark því við byrjuðum síðari hálfleikinn vel og hefðum hæglega getað skora meira."


Arnór Sveinn Aðalsteinsson sneri aftur í vörn KR eftir meiðsli en hins vegar er Finnur Tómas Pálmason ennþá fjarri góðu gamni.

„Við fengum Arnór Svein og Finn Orra (Margeirsson) inn. Tobias (Thomesn) var líka klár en við tókum ekki sénsinn á að setja hann inn í þennan leik. Finnur Tómas er ennþá frá og algjörlega óvíst hversu lengi það verður og það sama á við um Björgvin (Stefánsson)." sagði Rúnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner