Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 28. júní 2020 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stuttgart fór upp - Mario Gomez leggur skóna á hilluna
Werder Bremen mætir Heidenheim í umspilsleik
Gomez skoraði 31 mark í 78 landsleikjum.
Gomez skoraði 31 mark í 78 landsleikjum.
Mynd: Getty Images
Þýski sóknarmaðurinn Mario Gomez hefur lagt takkaskóna á hilluna eftir glæsilegan sautján ára feril í atvinnumennsku.

Gomez hóf ferilinn með Stuttgart og skoraði 87 mörk fyrir félagið áður en hann skipti yfir til FC Bayern.

Hjá Bayern skoraði Gomez 113 mörk á fjórum árum, skipti svo til Fiorentina og Wolfsburg áður en hann hélt aftur heim til Stuttgart.

Þessi tilkynning Gomez, sem verður 35 ára í júlí, kemur einhverjum á óvart. Hann hefur verið að finna taktinn í þýsku B-deildinni og er búinn að gera sex mörk í síðustu fjórtán leikjum, oft komandi inn af bekknum.

Mörk hans hjálpuðu Stuttgart að komast aftur upp í efstu deild eftir fall í fyrra.

„Ég vissi það á upphafi tímabilsins að við myndum fara beint aftur upp í efstu deild. Það var þá sem ég ákvað að þetta yrði mitt síðasta tímabil," sagði Gomez.

Heidenheim endaði í þriðja sæti á undan Wolfsburg og mætir Werder Bremen í umspilsleik um sæti í efstu deild. Werder Bremen skoraði fimm mörk í síðustu umferð gegn Köln til að koma sér úr fallsæti.

Heidenheim tapaði 3-0 fyrir toppliði Arminia Bielefeld í síðustu umferð B-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner