Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 28. júlí 2020 13:15
Magnús Már Einarsson
Heimild: RÚV 
15 beinbrot á Rey Cup
Frá setningarhátíð Rey Cup í fyrra.
Frá setningarhátíð Rey Cup í fyrra.
Mynd: Capelli Sport Rey Cup
Óvenju mikið var um meiðsli og beinbrot á Rey Cup í Laugardalnum um helgina.

Um var að ræða stærsta Rey Cup sögunnar en á bilinu 1400-1500 þátttakendur í þriðja og fjórða flokki tóku þátt að þessu sinni.

26 leikmenn þurftu að leita á bráðamóttökuna vegna meiðsla á mótinu og þar af voru fimmtán beinbrot.

„Þetta virðist koma úr öllum áttum og margs konar meiðsli. Úlnliðsbrot, handabrot, puttabrot, og engin ein skýring,“ segir Þórir Hákonarson íþróttastjóri Þróttar í samtali við RÚV.

Þórir segist velta því fyrir sér hvort keppendur hafi verið verr undirbúnir en venjulega vegna æfingastöðvunar í vor sökum COVID-19 faraldursins.

„Þau voru náttúrulega frá æfingum í tæpa tvo mánuði eins og aðrir íþróttamenn. Og ég veit ekki hvort það geti verið skýring, að þau komi hreinlega verr undirbúin til leiks í þau átök sem fylgja fótboltanum," sagði Þórir við RÚV.
Athugasemdir
banner
banner
banner