Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 28. júlí 2020 16:59
Magnús Már Einarsson
Aston Villa rekur manninn á bakvið leikmannakaupin
Mynd: Getty Images
Aston Villa hefur ákveðið að reka Jesus Garcia Pitarch, yfirmann íþróttamála, úr starfi.

Aston Villa bjargaði sér frá falli í ensku úrvalsdeildinni með 1-1 jafntefli gegn West Ham á sunnudaginn.

Dean Smith, stjóri Aston Villa, er 100% öruggur í starfi en Pitarch hefur hins vegar fengið að taka pokann sinn eftir leikmannakaup félagsins í fyrrausmar.

Aston Villa eyddi 140 milljónum punda í nýja leikmenn eftir að liðið komst upp úr Championship deildinni í fyrra.

Leikmannakaupin skiluðu mörg hver ekki því sem vonast var eftir og Pitarch hefur nú fengið að taka pokann sinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner