Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 28. júlí 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Chelsea ætlar að kaupa nýjan markvörð
Kepa Arrizabalaga
Kepa Arrizabalaga
Mynd: Getty Images
Chelsea ætlar að reyna að kaupa nýjan markvörð í sínar raðir í sumar en Frank Lampard, stjóri félagsins, er búinn að gefast upp á spænska markverðinum Kepa Arrizabalaga.

Kepa var settur á bekkinn fyrir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina og líklegt þykir að Willy Caballero verði áfram í markinu í bikarúrslitaleiknum gegn Arsenal um helgina.

Nokkur félög á Spáni vilja kaupa Kepa en Chelsea vill fá eins háa upphæð og hægt er fyrir leikmanninn. Chelsea keypti Kepa frá Athletic BIlbao á 71 milljón punda fyrir tveimur árum.

Jan Oblak hjá Atletico Madrid, Andre Onana hjá Ajax og Nick Pope hjá Burnley eru markverðirnir sem eru á óskalista Chelsea í sumar og félagið ætlar að skoða möguleikann á að fá þá.

Oblak er ekki til sölu og Chelsea þyrfti að greiða 110 milljóna punda riftunarverð til að fá hann. Onana er falur fyrir talsvert minni upphæð en hann vill fara í ensku úrvalsdeildina. Pope er einnig ódýrari en Oblak en Burnley mun þó ekki sleppa honum mjög ódýrt.
Athugasemdir
banner