Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 28. júlí 2020 17:00
Elvar Geir Magnússon
Damir og Mikkelsen í banni hjá Blikum gegn Stjörnunni - Valgeir Lunddal ekki með Val
Damir Muminovic.
Damir Muminovic.
Mynd: Hulda Margrét
Varnarmaðurinn Damir Muminovic og markaskorarinn Thomas Mikkelsen taka út leikbann þegar Breiðablik fær Stjörnuna í heimsókn í stórleik í Pepsi Max-deildinni eftir viku.

Báðir hafa safnað fjórum spjöldum. Mikkelsen er markahæstur í deildinni en Garðbæingar þurfa ekki að hafa áhyggjur af honum í næstu umferð.

Aganefnd KSÍ fundaði í dag.

Valgeir Lunddal Friðriksson, bakvörður Vals, verður í leikbanni þegar Hlíðarendaliðið heimsækir FH á miðvikudaginn í næstu viku. Færeyingurinn Magnus Egilsson fær þá væntanlega aftur tækifæri í byrjunarliði Valsmanna.

Guðmundur Þór Júlíusson, varnarmaður HK, verður í banni vegna uppsafnaðra áminninga í útileik gegn KA og Daði Ólafsson hjá Fylki verður í leikbanni gegn Víkingi.

Ingibergur Kort Sigurðsson fékk rautt spjald í gær og verður í leikbanni hjá Fjölni sem mætir ÍA eftir viku. Ingibergur Kort fékk eins leiks bann fyrir að slá Hauk Pál Sigurðsson.

Í Lengjudeildinni verður Telmo í banni þegar ÍBV fær Keflavík í heimsókn, Sindri Björnsson þegar Grindavík heimsækir Víking Ólafsvík, Unnar Ari Hansson þegar Leiknir Fáskrúðsfirði mætir nöfnum sínum í Breiðholti, Alexander Ívan Bjarnason þegar Magni mætir Þrótti í botnslag og Sergine Modou Fall þegar Vestri heimsækir Fram.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner