þri 28. júlí 2020 19:33
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Atalanta kom til baka og sigraði í Parma
Mynd: Getty Images
Kulusevski er á leið til Juventus fyrir næstu leiktíð.
Kulusevski er á leið til Juventus fyrir næstu leiktíð.
Mynd: Getty Images
Parma 1 - 2 Atalanta
1-0 Dejan Kulusevski ('43)
1-1 Ruslan Malinovskyi ('70)
1-2 Papu Gomez ('84)

Parma og Atalanta áttust við í fyrsta leik næstsíðustu umferðar ítalska deildartímabilsins.

Heimamenn í Parma voru betri í fyrri hálfleik og skoraði sænska ungstirnið Dejan Kulusevski fyrsta mark leiksins á 43. mínútu.

Gian Piero Gasperini gerði tvær skiptingar í leikhlé og kom Ruslan Malinovskyi meðal annars inn fyrir Mario Pasalic, sem er hjá Atalanta að láni frá Chelsea.

Atalanta tók stjórn á leiknum eftir leikhlé og jafnaði Malinovskyi á 70. mínútu með bylmingsskoti úr aukaspyrnu. Tæpum stundarfjórðungi síðar var Alejandro 'Papu' Gomez búinn að gera sigurmarkið eftir frábært einstaklingsframtak.

Atalanta er í öðru sæti eftir sigurinn, með 78 stig eftir 37 umferðir. Það er þeirra besti árangur frá upphafi ítölsku deildarinnar.

Parma siglir lygnan sjó um miðja deild, með 46 stig.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 29 24 4 1 71 14 +57 76
2 Milan 29 19 5 5 55 33 +22 62
3 Juventus 29 17 8 4 44 23 +21 59
4 Bologna 29 15 9 5 42 25 +17 54
5 Roma 29 15 6 8 55 35 +20 51
6 Atalanta 28 14 5 9 51 32 +19 47
7 Napoli 29 12 9 8 44 33 +11 45
8 Fiorentina 28 12 7 9 41 32 +9 43
9 Lazio 29 13 4 12 36 33 +3 43
10 Monza 29 11 9 9 32 36 -4 42
11 Torino 29 10 11 8 28 26 +2 41
12 Genoa 29 8 10 11 31 36 -5 34
13 Lecce 29 6 10 13 26 45 -19 28
14 Udinese 29 4 15 10 28 44 -16 27
15 Verona 29 6 8 15 26 39 -13 26
16 Cagliari 29 6 8 15 29 50 -21 26
17 Empoli 29 6 7 16 22 43 -21 25
18 Frosinone 29 6 6 17 37 60 -23 24
19 Sassuolo 29 6 5 18 33 56 -23 23
20 Salernitana 29 2 8 19 23 59 -36 14
Athugasemdir
banner
banner
banner