Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 28. júlí 2020 11:51
Magnús Már Einarsson
Leikmaður Real Madrid með kórónaveiruna - Meistaradeildin í hættu?
Mariano Diaz.
Mariano Diaz.
Mynd: Getty Images
Leikmaður Real Madrid hefur greinst með kórónaveiruna en spænskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag.

Real Madrid hefur ekki nafngreint leikmanninn en spænskir fjölmiðlar segja að það sé Mariano Diaz.

Þetta gæti haft gríðarleg áhrif því Real Madrid á leik gegn Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þann 7. ágúst.

Reikna má með að leikmenn Real Madrid séu á leið í sóttkví og því er framhaldið í Meistaradeildinni óljóst.

Meistaradeildin hefst aftur 7. ágúst en henni á að ljúka með úrslitaleik 23. ágúst.

Uppfært 12:07 - Real Madrid hefur staðfest að Mariano Diaz hafi greinst með veiruna. Sagt er að heilsa hans sé góð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner