Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   þri 28. júlí 2020 06:00
Magnús Már Einarsson
Liverpool skólanum á Íslandi frestað
Úr Liverpool skólanum.
Úr Liverpool skólanum.
Mynd: Hanna Símonardóttir
Mynd: Hanna Símonardóttir
Búið er að fresta Liverpoolskólanum á Íslandi til ársins 2021. Skólinn hefur farið fram í Mosfellsbæ og Akureyri undanfarin ár en vegna kórónuveirunnar er ljóst að ekki verður hægt að halda skólann í ár.

Fréttatilkynning frá stjórn Liverpoolskólans á Íslandi
Við þurfum því miður að fresta Liverpoolskólanum til 2021. Ástæðan er Covid 19.

Skimunarreglur fyrir þá sem koma til landsins - og myndu vera í
nánum tengslum við okkur sem búum hér – skipta hér miklu máli. Sömuleiðis aðstæður í Bretlandi vegna Covid 19, smit í fótboltaheiminum á Íslandi og afleiðingar þess, aðstæður í flugheiminum og fleira tengt Covid 19 bætist þar við.

Við í stjórn Liverpoolskólans erum í mjög reglulegum samskiptum við Liverpool FC og ákvörðunin er tekin sameiginlega og með hliðsjón af ráðleggingum og reglum yfirvalda í löndunum tveimur. Áhættan við að koma með 19 þjálfara frá Englandi til Íslands í ágúst 2020 er einfaldlega of mikil.

Liverpool FC hafa lagt til að við höldum tvo fótboltaskólanámskeið á Íslandi árið 2021. Annars vegar fyrri part árs og svo á hefðbundnum tíma í júníbyrjun. Við erum að skoða möguleikann á því að vera með innanhús febrúarnámskeið (í vetrarfríinu) eða páskanámskeið í apríl. Látið okkur endilega vita hvernig ykkur líst á þetta!

Við erum að vinna í því að festa dagsetningar fyrir fótboltaskólann í júní 2021, þær munu liggja fyrir mjög fljótlega.

Fyrir forráðamenn skráðra þátttakenda í Liverpoolskólann er nú tvennt í stöðunni. Annað hvort að halda plássinu og nýta það 2021 eða að fá endurgreitt að fullu.

Forráðamenn skráðra þátttakenda eiga allir að hafa fengið tölvupóst frá okkur, tölvupóstfangið okkar er [email protected].

Fótboltakveðjur,
Stjórn Liverpoolskólans á Íslandi og Liverpool FC
Athugasemdir
banner
banner
banner