Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. júlí 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Oliver spáir í áttundu umferð í Pepsi Max-deild kvenna
Mynd: Hulda Margrét
Barbára skorar í kvöld samkvæmt spá Olivers.
Barbára skorar í kvöld samkvæmt spá Olivers.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Sigurður Ómarsson var með tvo rétta þegar hann spáði í síðustu umferð í Pepsi Max-deild kvenna.

Oliver Sigurjónsson, leikmaður Breiðabliks, spáir í leikina að þessu sinni.

ÍBV 1 - 2 Selfoss (18:00 í kvöld)
Alltaf erfitt að koma til Eyja en Selfoss stelpur klára þetta í seinni hálfleik. Óvænt mark frá Barbáru Sól.

Þór/KA 2 - 3 KR (19:15 í kvöld)
Lára Kristín og Þórdís Hrönn koma dýrvitlausar á sinn gamla heimavöll og ráða ríkjum. Kemur ekki á óvart ef Katrín Ásbjörns skori. KR stúlkur gleyma sér hins vegar í föstum leikatriðum og Arna Sif skorar.

Stjarnan 1 - 3 Þróttur R. (19:15 í kvöld)
Köttarar mæta með læti og vinna baráttusigur. Nik verður búinn að pumpa sig upp fyrir leikinn og kemur með vel mikið testósterón og gírar sínar stelpur upp. Stephanie svindlkall skorar auðvitað!

Fylkir 0 - 3 Breiðablik (19:15 á morgun)
Leikurinn í bikarnum endaði 1-0 fyrir Blix og Fylkir í rauninni verið eina liðið sem hefur staðið í Blikum í sumar. Fylkir ekkert eðlilegt þéttar en undir lok leiks kemur hraði og styrkur Blika í ljós og fallegur sigurþ

Valur 6 - 1 FH (19:15 á morgun)
Valsskvísur úthvíldar eftir 8 daga frí. Þær nenna engu kjaftæði eftir tapið við Blika. Eiður Ben búinn að leikgreina allt í drasl og veit veikleika FH. Hlín og Elín Metta fara í beast mode.

Fyrri spámenn
Bjarni Helgason - 3 réttir
Halldór Jón Sigurðsson - 3 réttir
Sandra María Jessen - 3 réttir
Orri Sigurður Ómarsson - 2 réttir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner