Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 28. júlí 2020 10:30
Innkastið
„Spurning hvort þú eigir að þröngva Hewson inn í kerfið"
Sam Hewson í leiknum í gær.
Sam Hewson í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Nikulás Val Gunnarsson
Nikulás Val Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir vann HK 3-2 á heimavelli í gær og sá leikur var til umræðu í Innkastinu líkt og aðrir leikir í Pepsi Max-deildinni. Þar var rædd tölfræði tengd miðjumönnum Fylkis.

„Ég fékk senda skemmtilega tölfræði í kvöld. Sam Hewson hefur byrjað fjóra leiki og í þeim hafa komið fjögur töp. Nikulás Val (Gunnarsson) er búinn að byrja fjóra leiki og í þeim hafa komið fjórir sigrar. Þetta var fyrir leikinn í kvöld. Þeir byrjuðu báðir leikinn í kvöld. Sam Hewon fór út af í tapstöðu í hálfleik. Nikulás Val á ennþá eftir að tapa leik í byrjunarliði hjá Fylki eftir fimm leiki. Það er helvíti gott," sagði Gunnar Birgisson í Innkastinu.

„Það er fyndið hvað Hewson fær alltaf fallegt umtal. Hann er góður leikmaður en ef þú ert með kerfi sem virkar þá er spurning hvort þú eigir að þröngva Hewson inn í það kerfi eða hvort miðjan sé einfaldlega betri með aðra menn inn á miðsvæðinu."

Atli Sveinn Þórarinsson var spurður út í tölfræðina í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn í gær. „Sam er frábær leikmaður. Hann fékk í ökklann rétt fyrir hálfleik í dag og þess vegna skiptum við honum út af í hálfleik," sagði Atli.

Arnar Sveinn Geirsson fór einnig af velli í hálfleik í gær eftir að hafa fengið högg en Ragnar Bragi Sveinsson og Birkir Eyþórsson komu inn á í leikhléi.

Arnar Darri Pétursson stóð vaktina í marki Fylkis í gær á meðan Aron Snær Friðriksson var á bekknum en hann hefur verið að glíma við meiðsli.

„Aron er búinn að vera tæpur í úlniðnum í 3-4 vikur og hefur lítið sem ekkert getað æft sem markvörður. Við vildum gefa honum tíma til að jafna sig," sagði Atli Sveinn.

Arnór Gauti Jónson var einnig fjarri góðu gamni í liði Fylkis í gær vegna meiðsla. „Hann meiddist á æfingu og fór í myndatöku út af beini í ristinni. Hann var sem betur fer ekki brotinn en hann var hvíldur í dag og veður hvíldur á fimmtudag (gegn Fram) líka til að jafna sig."

Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Atla og umræðuna úr Innkastinu í gær.
Innkastið - Sóknarsýning Blika og sterk KA gleraugu
Athugasemdir
banner
banner
banner