Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. júlí 2020 11:00
Innkastið
Tóku ekki áhættu með Gunnar Nielsen og Morten Beck
Gunnar Nielsen.
Gunnar Nielsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Gunnar Nielsen, markvörður FH, og Morten Beck Andersen voru fjarri góðu gamni í 2-1 sigri liðsins gegn Gróttu í Pepsi Max-deildinni í gærkvöldi.

Báðir leikmennirnir eru að glíma við smávægileg meiðsli að sögn Eiðs Smára Guðjohnsen, þjálfara FH.

„Gunnar fékk aðeins í bakið á æfingu í gær og það var tekin ákvörðun að fyrst hann væri ekki 100% þá vildum við ekki taka áhættu. Morten hefur verið að glíma við nárameiðsl og við vildum gefa honum smá frið til að vinna sig úr því," sagði Eiður Smári í viðtali við Vísi eftir leik.

Daði Freyr Arnarsson kom inn í mark FH og hann skoraði klaufalegt sjálfsmark í leiknum.

„Þetta var frekar óþægilegt áhorfs. Þetta var eins pínlegt og það gerist. Þetta kemur eftir hornspyrnu. Grótta er með risavaxna menn í boxinu og hann ætlaði að stökkva upp í boltann en missti hann aftur fyrir sig," sagði Ingólfur Sigurðsson í Innkastinu.

Næsti leikur FH er gegn Þór í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudaginn en liðið mætir síðan Val í stórleik í Pepsi Max-deildinni á miðvikudaginn í næstu viku.

Eggert Gunnþór Jónsson fær leikheimild fyrir leikinn við Val en Eiður Smári var spurður að því í viðtali á Fótbolta.net hvort fleiri leikmenn komi í FH í glugganum?

„Það er ekkert sem liggur fyrir. Okkur fannst tækifærið að fá Eggert til okkar of stórt og of gott til að sleppa því og við erum fullir tilhlökkunar. Hann eykur breiddina og kemur með reynslu og mikið stál og sigurvilja," sagði Eiður.

Hér að neðan má hlusta á Innkastið.
Eiður Smári: Undir okkur komið að halda hraða
Innkastið - Sóknarsýning Blika og sterk KA gleraugu
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner