Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 28. júlí 2020 14:33
Elvar Geir Magnússon
UEFA telur að einvígi Man City og Real Madrid sé ekki í hættu
Mariano Diaz.
Mariano Diaz.
Mynd: Getty Images
Meistaradeildarleikur Manchester City og Real Madrid fer að óbreyttu fram á áætluðum tíma þrátt fyrir að einn leikmaður Madrídarliðsins hafi greinst með kórónaveiruna.

Um er að ræða Mariano Diaz sem hefur aðeins komið við sögu í sjö leikjum á tímabilinu, öllum sem varamaður.

Talið er að hann hafi ekki verið í líkamlegri snertingu við samherja sína síðustu viku. Leikmenn Real Madrid fara í skimun í vikunni.

Manchester City vann fyrri leikinn gegn Real í 16-liða úrslitum 2-1 en enskir fjölmiðlar segja að félagið hafi ekki áhyggjur af því að seinni leikurinn sé í hættu.

UEFA sé í beinu sambandi við bæði félög og áætlar að halda sínu striki.

En ljóst er að ef fleiri leikmenn Real greinast jákvæðir fyrir kórónaveirunni setur það leikinn í hættu.

Mariano Diaz er við fullkomna heilsu að sögn Real Madrid en leikmaðurinn er kominn í einangrun á heimili sínu.
Athugasemdir
banner
banner
banner