Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 28. september 2019 13:11
Kristófer Jónsson
Byrjunarlið Breiðabliks og KR: Nær Gústi sigri í sínum síðasta leik?
Gústi stýrir sínum síðasta leik fyrir Breiðablik.
Gústi stýrir sínum síðasta leik fyrir Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aflitaður Arnþór er kominn aftur í byrjunarlið KR.
Aflitaður Arnþór er kominn aftur í byrjunarlið KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lokaumferð Pepsi Max-deildar karla verður öll spiluð í dag klukkan 14:00. Á Kópavogsvelli tekur Breiðablik á móti Íslandsmeisturum KR.

Breiðablik er í öðru sæti deildarinnar og mun enda þar sama hvernig leikirnir í dag enda. KR-ingar geta með sigri í dag endað með fjórtán stigum fyrir ofan Breiðablik og jafnað stigamet efstu deildar, en þeir settu það sjálfir árið 2013. Byrjunarliðin eru nú klár.

Ágúst Gylfason gerir eina breytingu á liði sínu frá síðasta leik Blika gegn ÍBV. Gísli Eyjólfsson kemur út og inn í hans stað kemur Viktor Karl Einarsson. Þetta er jafnframt síðasti leikur Ágústs við stjórvölinn en honum var sagt upp í vikunni.

KR-ingar gera eina breytingu á liði sínu frá síðasta leik gegn FH. Skúli Jón Friðgeirsson er í leikbanni og hefur því spilað sinn síðasta leik fyrir KR en hann ætlar að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. Inn í hans stað kemur Arnþór Ingi Kristinsson. Liðin má sjá hér að neðan.

Beinar textalýsingar

Stjarnan - ÍBV
FH - Grindavík
KA - Fylkir
Valur - HK
Breiðablik - KR
ÍA - Víkingur R

Byrjunarlið Breiðabliks:
1. Gunnleifur Gunnleifsson (m)
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
6. Alexander Helgi Sigurðarson
8. Viktor Karl Einarsson
9. Thomas Mikkelsen
10. Guðjón Pétur Lýðsson
11. Höskuldur Gunnlaugsson
21. Viktor Örn Margeirsson
25. Davíð Ingvarsson
26. Alfons Sampsted

Byrjunarlið KR:
1. Beitir Ólafsson (m)
4. Arnþór Ingi Kristinsson
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
10. Pálmi Rafn Pálmason
11. Kennie Chopart
16. Pablo Punyed
19. Kristinn Jónsson
20. Tobias Thomsen
21. Kristján Flóki Finnbogason
22. Óskar Örn Hauksson (f)
25. Finnur Tómas Pálmason
Athugasemdir
banner
banner