banner
   lau 28. september 2019 13:13
Ester Ósk Árnadóttir
Byrjunarlið KA og Fylkis: 17 ára strákur byrjar í marki Fylkis
Ólafur fær tækifæri í marki Fylkis í dag í dag.
Ólafur fær tækifæri í marki Fylkis í dag í dag.
Mynd: Getty Images
KA og Fylkir eigast við í lokaumferð Pepsí Max deildar karla kl. 14:00 á Greifavellinum á Akureyri.

Beinar textalýsingar
Stjarnan-ÍBV
Breiðablik-KR
FH-Grindavík
Valur-HK
ÍA-Víkingur R.

Liðin sitja í fimmta og sjötta sæti deildarinnar. Sigur hjá öðru hvoru liðinu þýðir að það endar í fimmta sæti deildarinnar sem verður að teljast fínn árangur. Helgi Sig ákvað fyrr í þessum mánuði að láta af störfum sem þjálfari Fylkis eftir þetta tímabil. Þetta er því kveðjuleikur hans en hann hefur þjálfað Fylkir síðustu þrjú ár.

KA vann góðan útisigur á Víking R. í síðustu umferð 2-3. Fylkir fékk Stjörnuna í heimsókn og steinlá fyrir þeim en leikurinn endaði 1-4 fyrir gestunum.

Heimamenn gera eina breytingu á liði sínu. Brynjar Ingi kemur inn í staðinn fyrir Alexander Groven sem er ekki í hóp í dag. Fylkir gerir þrjár breytingar á liði sínu. Ólafur Kristófer byrjar í marki Fylkis í dag en hann er 17 ára gamall. Þetta verður hans fyrsti leikur í meistaraflokki. Stefán Logi er ekki í hóp. Sömuleiðis byrja Orri Sveinn og Leonard. Ásgeir og Hákon Ingi fá sér sæti á bekknum.

Byrjunarlið KA
1. Aron Dagur Birnuson (m)
3. Callum Willams
7. Almarr Ormarsson (f)
8. Iosu Villar
9. Elfar Steinn Aðalsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson
14. Andri Fannar Stefánsson
16. Brynjar Ingi Bjarnason
22. Hrannar Björn Steingrímsson
25. Torfi Tímoteus Gunnarsson

Byrjunarlið Fylkis
12. Ólafur Kristófer Helgason (m)
5. Orri Sveinn Stefánsson
7. Daði Ólafsson
10. Andrés Már Jóhannesson
11. Valdimar Þór Ingimundarson
16. Ólafur Ingi Skúlason (f)
17. Birkir Eyþórsson
20. Geoffrey Castillion
22. Leonard Sigurðsson
23. Ari Leifsson
28. Helgi Valur Daníelsson
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner