Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 28. september 2019 16:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: West Brom á toppnum - Jón Daði ekki í hóp
Lærisveinar Bilic eru á toppnum.
Lærisveinar Bilic eru á toppnum.
Mynd: Getty Images
Jón Daði var ekki í hóp hjá Milwall.
Jón Daði var ekki í hóp hjá Milwall.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
West Brom er á toppnum í Championship-deildinni eftir leiki dagsins í deildinni. Aðeins einn leikur er eftir í níundu umferð og fer hann fram á morgun þegar Barnsley og Brentford eigast við.

West Brom heimsótti QPR í London og þar skoraði Nathan Ferguson fyrsta markið eftir 54 mínútur. Yoann Barbet, leikmaður QPR, fékk rautt á 82. mínútu og gekk West Brom frá leiknum stuttu síðar þegar Matheus Pereira skoraði.

West Brom hefur ekki enn tapað leik og er á toppnum með 19 stig. QPR er í níunda sæti með þremur stigum minna.

Swansea er í öðru sæti með 18 stig, eftir jafntefli gegn Reading á heimavelli. Reading jafnaði í uppbótartímanum.

Jón Daði Böðvarsson var ekki í leikmannahópi Milwall þegar liðið gerði jafntefli gegn Huddersfield. Jón hefur aðeins byrjað tvo deildarleiki af níu.

Blackburn 1 - 2 Luton
0-1 James Collins ('17 )
1-1 Lewis Travis ('37 )
1-2 Matty Pearson ('57 )

Charlton Athletic 1 - 0 Leeds
1-0 Macauley Bonne ('32 )

Derby County 3 - 2 Birmingham
1-0 Chris Martin ('2 )
2-0 Martyn Waghorn ('50 )
2-1 Gary Gardner ('56 )
2-2 Ivan Sunjic ('59 )
3-2 Jamie Paterson ('90 )

Huddersfield 1 - 1 Millwall
1-0 Fraizer Campbell ('24 )
1-1 Matt Smith ('41 )
Rautt spjald:Shane Ferguson, Millwall ('80)

Hull City 2 - 2 Cardiff City
1-0 Kamil Grosicki ('44 )
1-1 Robert Glatzel ('55 )
2-1 Jordy de Wijs ('89 )
2-2 Danny Ward ('90 )

Middlesbrough 1 - 4 Sheffield Wed
0-1 Adam Clayton ('5 , sjálfsmark)
0-2 Dominic Iorfa ('6 )
1-2 Paddy McNair ('19 )
1-3 Adam Reach ('23 )
1-4 Steven Fletcher ('34 )

Preston NE 3 - 3 Bristol City
0-1 Taylor Moore ('29 )
0-2 Andreas Weimann ('36 )
1-2 Paul Gallagher ('45 , víti)
2-2 Daniel Johnson ('51 , víti)
2-3 Nathan Baker ('60 )
3-3 Patrick Bauer ('71 )

QPR 0 - 2 West Brom
0-1 Nathan Ferguson ('54 )
0-2 Matheus Pereira ('85 )
Rautt spjald:Yoann Barbet, QPR ('82)

Swansea 1 - 1 Reading
1-0 Borja Baston ('12 )
1-1 Andy Yiadom ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner