Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 28. september 2019 16:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Chelsea vann - Tíu leikmenn Spurs lönduðu sigri
Chelsea vann Brighton.
Chelsea vann Brighton.
Mynd: Getty Images
Aurier fékk rautt. Þrátt fyrir það vann Tottenham.
Aurier fékk rautt. Þrátt fyrir það vann Tottenham.
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg kom ekki við sögu.
Jóhann Berg kom ekki við sögu.
Mynd: Getty Images
Úlfarnir komust upp úr fallsæti.
Úlfarnir komust upp úr fallsæti.
Mynd: Getty Images
Það voru sex leikir að klárast í ensku úrvalsdeildinni núna fyrir stuttu. Frank Lampard fagnaði sínum fyrsta deildarsigri sem stjóri Chelsea á Stamford Bridge.

Chelsea tók á móti Brighton og vann sanngjarnan sigur. Jorginho kom Chelsea yfir úr vítapsyrnu á 50. mínútu. Brighton vann sig aðeins inn í leikinn eftir mark Chelsea, en Willian gerði út um leikinn með marki á 76. mínútu.

Chelsea í sjötta sæti með 11 stig eftir þennan sigur. Brighton er í 16. sæti með sex stig.

Chelsea 2 - 0 Brighton
1-0 Jorginho ('50 , víti)
2-0 Willian ('76 )

Jóhann Berg Guðmundsson kom ekkert við sögu þegar Burnley gerði jafntefli gegn Aston Villa. Jói Berg er að koma úr meiðslum, en hann var allan tímann á bekknum í dag. Burnley jafnaði tvisvar í 2-2 jafntefli gegn Villa.

Burnley er í tíunda sæti með níu stig og Aston Villa í 18. sæti með aðeins fimm stig.

Aston Villa 2 - 2 Burnley
1-0 Anwar El Ghazi ('33 )
1-1 Jay Rodriguez ('68 )
2-1 John McGinn ('79 )
2-2 Chris Wood ('81 )

Tottenham var einum færri gegn Southampton frá 31. mínútu eftir að Serge Aurier fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir heimskulegt brot. Þegar Aurier fór af velli var staðan 1-0 fyrir Spurs. Danny Ings jafnaði á 39. mínútu, en Harry Kane kom Tottenham aftur yfir fyrir leikhlé.

Hugo Lloris gerði mikil mistök í marki Southampton, en hann náði að bæta upp fyrir það í seinni hálfleik með góðri frammistöðu. Tottenham náði að halda út einum færri og vinna 2-1 sigur.

Tottenham er í fjórða sæti með 11 stig. Southampton er í 14. sæti með sjö stig.

Tottenham 2 - 1 Southampton
1-0 Tanguy Ndombele ('24 )
1-1 Danny Ings ('39 )
2-1 Harry Kane ('43 )
Rautt spjald:Serge Aurier, Tottenham ('31)

Bournemouth og West Ham, tvö lið sem féllu út úr deildabikarnum í vikunni, gerðu 2-2 jafntefli, Crystal Palace vann Norwich og Úlfarnir komust upp úr fallsæti með sigri á Watford, sem ekki hefur byrjað tímabilið vel og er á botninum með aðeins tvö stig.

Bournemouth 2 - 2 West Ham
0-1 Andriy Yarmolenko ('10 )
1-1 Joshua King ('17 )
2-1 Callum Wilson ('46 )
2-2 Aaron Cresswell ('74 )

Crystal Palace 2 - 0 Norwich
1-0 Luka Milivojevic ('21 , víti)
2-0 Andros Townsend ('90 )

Wolves 2 - 0 Watford
1-0 Matthew Doherty ('18 )
1-1 Daryl Janmaat ('61 , sjálfsmark)

Klukkan 16:30 hefst leikur Everton og Man City. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner