Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 28. september 2019 18:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: City minnkaði forskot Liverpool aftur í fimm stig
Sterling skoraði þriðja mark Man City.
Sterling skoraði þriðja mark Man City.
Mynd: Getty Images
Gylfi í leiknum. Hann spilaði allan leikinn.
Gylfi í leiknum. Hann spilaði allan leikinn.
Mynd: Getty Images
Everton 1 - 2 Manchester City
0-1 Gabriel Jesus ('24 )
1-1 Dominic Calvert-Lewin ('33 )
1-2 Riyad Mahrez ('71 )

Manchester City hafði betur gegn Everton á Goodison Park í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton og lék allan leikinn.

Ilkay Gundogan fékk gott færi til að koma City yfir eftir rúmar 10 mínútur, en hann átti þá skot sem fór í slána og yfir. Á 24. mínútu komst City yfir og var það Brasilíumaðurinn Gabriel Jesus sem skoraði eftir fyrirgjöf frá Kevin de Bruyne.

Þrátt fyrir mark Englandsmeistaranna gafst Everton ekki upp. Dominic Calvert-Lewin jafnaði fyrir Everton á 33. mínútu. Seamus Coleman komst inn fyrir vörnina og setti boltann yfir Ederson. Calvert-Lewin sá til þess að boltinn fór alveg örugglega yfir línuna.

Staðan í hálfleik var 1-1. Riyad Mahrez kom Everton aftur í forystu á 71. mínútu þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu. Hægt er að setja spurningamerki við Jordan Pickford í marki Everton.

Ederson náði að verja tvisvar mjög vel eftir mark Mahrez. Everton var að spila vel, en gott lið eins og City refsar ef þú nýtir ekki færin. Raheem Sterling gerði út um leikinn fyrir City á 85. mínútu þegar hann fylgdi á eftir skoti Aguero.

Lokatölur 3-1 fyrir City, en Everton hefur oft spilað verr en í kvöld. City minnkar forskot Liverpool á toppnum aftur í fimm stig. Everton er eftir daginn í 13. sæti með átta stig.

Önnur úrslit dagsins:
England: Wijnaldum gerði sigurmarkið í Sheffield
England: Chelsea vann - Tíu leikmenn Spurs lönduðu sigri
Athugasemdir
banner
banner