Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 28. september 2019 15:54
Magnús Már Einarsson
Gary Martin krækti í gullskóinn
Gary Martin.
Gary Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin, framherji ÍBV, varð markahæstur í Pepsi Max-deild karla eftir spennandi baráttu um markakóngstitilinn í dag.

Gary skoraði tvívegis gegn Stjörnunni í síðari hálfleik og náði þar með að vera marki á undan Steven Lennon, Thomas Mikkelsen og Hilmari Árna Halldórssyni, Elfari Árna Aðalsteinssyni sem enduðu allir með þrettán mörk eftir markaskorun dagsins.

Lennon skoraði tvö mörk gegn Grindavík í dag og tekur silfurskóinn á færri leikjum en hinir fjórir. Thomas Mikkelsen tekur bronsskóinn á færri mínútum en Elfar Árni og Hilmar Árni.

Hilmar Árni, sem var markahæstur fyrir daginn, endaði fimmti markahæsti leikmaður deildarinnar þar sem hann spilaði fleiri mínútur en hinir.

Gary skoraði tvö mörk í þremur leikjum með Val snemma sumars en hann hefur skorað þrettán mörk í tólf leikjum með ÍBV síðan hann kom til félagsins í júlí.

Gary verður gestur í lokaþætti Innkastsins á Fótbolta.net síðar í dag.

Baráttan um gullskóinn
Gary Martin (ÍBV) 14 mörk í 15 leikjum
Steven Lennon (FH) 13 mörk í 18 leikjum
Thomas Mikkelsen (Breiðablik) 13 mörk í 20 leikjum
Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) 13 mörk í 20 leikjum
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan) 13 mörk í 22 leikjum
Geoffrey Castillion (Fylkir) 10 mörk í 19 leikjum
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA) 10 mörk í 22 leikjum
Athugasemdir
banner