Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 28. september 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - FH þarf sigur í lokaumferðinni
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótboltasumrinu lýkur formlega í dag þegar síðasta umferð Pepsi Max-deildar karla fer fram.

Það er ekki mikil spenna í deildinni þar sem KR er búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á meðan ÍBV og Grindavík eru fallin.

Það er þó enn spenna í baráttunni um þriðja sætið þar sem FH og Stjarnan eru enn að berjast. Þrðja sætið veitir þátttökurétt í undankeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð.

FH er í þriðja sætinu sem stendur og getur tryggt sér það með sigri á heimavelli gegn Grindavík. Stjarnan mun freista þess að stela sætinu gegn botnliði ÍBV.

Valur á leik við HK og ÍA tekur á móti bikarmeisturum Víkings R. á meðan KA og Fylkir eigast við fyrir norðan.

Toppliðin tvö, KR og Breiðablik, eigast við í Kópavogi. Blikar eru í öðru sæti, ellefu stigum eftir KR sem gjörsamlega rúllaði upp deildinni.

Leikir dagsins:
14:00 FH-Grindavík (Kaplakrikavöllur - Stöð 2 Sport)
14:00 Stjarnan-ÍBV (Samsung völlurinn - Stöð 2 Sport 2)
14:00 KA-Fylkir (Greifavöllurinn)
14:00 Valur-HK (Origo völlurinn)
14:00 Breiðablik-KR (Kópavogsvöllur)
14:00 ÍA-Víkingur R. (Norðurálsvöllurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner