lau 28. september 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Toppliðin í beinni útsendingu
Aaron Ramsey hefur hrifið Maurizio Sarri á upphafi tímabils.
Aaron Ramsey hefur hrifið Maurizio Sarri á upphafi tímabils.
Mynd: Getty Images
Inter og Juventus, topplið ítölsku deildarinnar, mæta bæði til leiks í dag og verða leikir þeirra sýndir beint á Stöð 2 Sport 4.

Ítalíumeistarar Juve hafa ekki verið sérlega sannfærandi undir stjórn Maurizio Sarri. Þeir hafa unnið fjóra og gert eitt jafntefli en allir sigrarnir voru með eins marks mun.

Juve tekur á móti SPAL í fyrsta leik dagsins og á Inter útileik gegn Sampdoria þar á eftir.

Antonio Conte hefur farið vel af stað hjá Inter og er liðið með fullt hús stiga eftir fimm umferðir og aðeins búið að fá eitt mark á sig.

Sampdoria hefur hins vegar byrjað illa eftir mikla blóðtöku í sumar og er aðeins með þrjú stig eftir fimm umferðir.

Sassuolo tekur svo á móti Atalanta í síðasta leik dagsins. Bæði lið spila sóknarþenkjandi bolta og verður áhugavert að fylgjast með. Bæði lið eru búin að skora tvö mörk á leik hingað til.

Leikir dagsins:
13:00 Juventus - SPAL (Stöð 2 Sport 4)
16:00 Sampdoria - Inter (Stöð 2 Sport 4)
18:45 Sassuolo - Atalanta
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 29 24 4 1 71 14 +57 76
2 Milan 29 19 5 5 55 33 +22 62
3 Juventus 29 17 8 4 44 23 +21 59
4 Bologna 29 15 9 5 42 25 +17 54
5 Roma 29 15 6 8 55 35 +20 51
6 Atalanta 28 14 5 9 51 32 +19 47
7 Napoli 29 12 9 8 44 33 +11 45
8 Fiorentina 28 12 7 9 41 32 +9 43
9 Lazio 29 13 4 12 36 33 +3 43
10 Monza 29 11 9 9 32 36 -4 42
11 Torino 29 10 11 8 28 26 +2 41
12 Genoa 29 8 10 11 31 36 -5 34
13 Lecce 29 6 10 13 26 45 -19 28
14 Udinese 29 4 15 10 28 44 -16 27
15 Verona 29 6 8 15 26 39 -13 26
16 Cagliari 29 6 8 15 29 50 -21 26
17 Empoli 29 6 7 16 22 43 -21 25
18 Frosinone 29 6 6 17 37 60 -23 24
19 Sassuolo 29 6 5 18 33 56 -23 23
20 Salernitana 29 2 8 19 23 59 -36 14
Athugasemdir
banner
banner
banner