banner
   lau 28. september 2019 14:51
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Pjanic og Ronaldo skutu Juve á toppinn
Mynd: Getty Images
Juventus 2 - 0 SPAL
1-0 Miralem Pjanic
2-0 Cristiano Ronaldo

Ítalíumeistarar Juventus lentu ekki í vandræðum gegn SPAL í fyrsta leik dagsins í ítalska boltanum.

Miralem Pjanic skoraði undir lok fyrri hálfleiks með glæsilegu skoti fyrir utan teig. Hann tók boltann á lofti og skrúfaði hann laglega í netið.

Cristiano Ronaldo innsiglaði sigurinn með góðum skalla eftir flotta fyrirgjöf Paulo Dybala.

Juve fer því tímabundið í toppsæti deildarinnar, með 16 stig eftir 6 umferðir. Inter heimsækir Sampdoria í dag og getur endurheimt toppsætið með sigri eða jafntefli.

SPAL er á botni deildarinnar, með þrjú stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner