Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 28. september 2019 17:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Sanchez skoraði og fékk síðan rautt fyrir leikaraskap
Inter með fullt hús stiga
Mynd: Getty Images
Sampdoria 1 - 3 Inter
0-1 Stefano Sensi ('20 )
0-2 Alexis Sanchez ('22 )
1-2 Jakub Jankto ('55 )
1-3 Roberto Gagliardini ('61 )
Rautt spjald:Alexis Sanchez, Inter ('46)

Inter er á toppnum í ítölsku úrvalsdeildinni með fullt hús stiga eftir sex umferðir. Antonio Conte fer vel af stað með Inter.

Inter mætti Sampdoria í dag og komst yfir eftir 20 mínútur. Í fyrstu var markið skráð á Alexis Sanchez, en síðar var því breytt. Skot Stefano Sensi fór af Sanchez og inn. Sensi var síðar skráður fyrir markinu.

Sanchez, sem er í láni frá Manchester United, skoraði þó á 22. mínútu og kom Inter í 2-0.

Í byrjun seinni hálfleiks fékk Sanchez sitt annað gula spjald og þar með rautt. Hann fékk sitt seinna gula spjald fyrir leikaraskap inn í teig Sampdoria.

Jakub Jankto minnkaði muninn fyrir Sampdoria á 55. mínútu, en heimamenn komust ekki lengra. Roberto Gagliardini skoraði þriðja mark Inter á 61. mínútu og þar við sat. Sigur Inter staðreynd.

Þess má geta að þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Sanchez með Inter.

Sjá einnig:
Ítalía: Pjanic og Ronaldo skutu Juve á toppinn
Athugasemdir
banner
banner
banner