Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 28. september 2019 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Jardim: Þetta fólk skilur ekki neitt og dæmir eftir úrslitum
Mynd: Getty Images
Saga Leonardo Jardim hjá Mónakó er ansi sérstök. Hann tók við félaginu 2014 og tókst að vinna frönsku deildina, þrátt fyrir harða samkeppni frá PSG, tímabilð 2016-17.

Næsta tímabil fékk Mónakó 80 stig og endaði í öðru sæti en það var svo í fyrra sem hlutirnir byrjuðu að ganga illa. Mónakó tapaði hverjum leiknum á fætur öðrum, bæði í deild og Evrópu, og í byrjun október var Jardim rekinn.

Thierry Henry var ráðinn í staðinn en tókst ekki að snúa slöku gengi við. Hann entist aðeins þrjá mánuði í starfinu áður en Jardim var ráðinn aftur.

Honum rétt tókst að bjarga Mónakó frá falli í vor og fór liðið illa af stað á nýju tímabili. Fyrsti sigurinn á tímabilinu kom í síðustu umferð, 3-1 gegn sterku liði Nice.

„Stuðningsmenn eiga rétt á því að vera óánægðir því úrslitin hafa verið slök. Mónakó er lið með mikið af góðum og reyndum leikmönnum sem eru ekki orðnir að liðsheild. Við erum að vinna í því að bæta liðsheildina," sagði Jardim.

„Gagnrýnendur? Ég hlæ að þeim. Fólkið sem er að gagnrýna æfingaraðferðir mínar og taktískt skipulag er það sama og hrósaði mér fyrir nákvæmlega sömu hluti þegar úrslitin voru jákvæð.

„Þetta fólk skilur ekki neitt og dæmir einungis eftir úrslitum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner