Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 28. september 2019 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Jorginho: Meira frelsi undir stjórn Lampard
Mynd: Getty Images
Jorginho var keyptur til Chelsea fyrir ári síðan þegar Maurizio Sarri tók við liðinu. Hann hafði spilað undir stjórn Sarri hjá Napoli í þrjú ár og vildi þjálfarinn taka hann með sér í enska boltann.

Sarri skipti yfir til Juventus eftir eitt tímabil hjá Chelsea en Jorginho varð eftir og hélt byrjunarliðssætinu við komu Frank Lampard.

Jorginho segist vera ánægður með komu Lampard og vill að fólk átti sig á að hann getur spilað í öðrum leikkerfum heldur en því sem Sarri vildi gjarnan nota.

„Minn leikur snýst um að halda mig á miðsvæðinu og stjórna hraða leiksins þaðan. Eftir komu Frank Lampard hef ég meira frelsi til að gera það," sagði Jorginho.

„Áður fyrr snerist allt um leikkerfið, núna fæ ég meira frelsi til að hreyfa mig og tjá mig. Þannig get ég skapað meira."

Chelsea tekur á móti Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner