Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 28. september 2019 14:12
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Ekki okkar besta frammistaða
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp var kátur eftir 0-1 sigur Liverpool gegn nýliðum Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Liverpool er áfram með fullt hús stiga eftir sjö fyrstu umferðir tímabilsins.

„Þetta var mikilvægur sigur fyrir okkur þó við höfum ekki átt okkar besta dag. Þessi leikur var ekki mikið fyrir augað en við lögðum mikið á okkur til að ná í stigin þrjú," sagði Klopp.

„Það var aðeins eitt lið á vellinum sem átti skilið að vinna, við, en þeir voru erfiðir viðureignar. Við fengum tvö dauðafæri í fyrri hálfleik sem við klúðruðum og það var ekki nógu gott.

„Ég er ekki hoppandi af kæti en er samt sáttur með úrslitin. Við einbeittum okkur í öllum föstum leikatriðum í 95 mínútur og tökum þrjú stig með okkur heim. Þetta var ekki okkar besta frammistaða en það skiptir ekki öllu."

Athugasemdir
banner
banner
banner