Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 28. september 2019 16:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KR jafnaði stigametið og setti að auki nýtt met
Íslandsmeistarar KR.
Íslandsmeistarar KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR vann 2-1 sigur gegn Breiðabliki í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar í dag og endar með 52 stig í deildinni. Það er jöfnun á stigameti í efstu deild karla.

KR var búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í dag.

Áður hafa tvö lið náð að enda efstu deild karla með 52 stig, sem er stigametið. Það eru KR 2013 og Stjarnan 2014.

KR vann deildina í sumar með yfirburðum. Breiðablik hafnaði í öðru sæti með 14 stigum minna. Fréttamaðurinn Höskuldur Kári Schram bendir á það á samfélagsmiðlinum Twitter að 14 stiga forskot KR sé nýtt met í 12 liða deild.

Frábært sumar hjá KR-ingum.


Athugasemdir
banner
banner
banner