Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 28. september 2019 10:32
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd ætlar að kaupa Eriksen á afslætti
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Slúðrið er á sínum stað á þessum yndislega laugardegi. Eriksen, Pogba, Neymar, Mourinho, Solskjær, Klopp, Higuain og Sane eru meðal þeirra sem koma fyrir í pakkanum.

Manchester United íhugar að gera atlögu að Christian Eriksen. 27, í janúar. Tottenham vill selja Danann til að missa hann ekki frítt næsta sumar. (Goal)

Paul Pogba, 26, bað Man Utd um nýjan samning þar sem hann fær 600 þúsund pund í vikulaun. Félög á borð við Juventus og Real Madrid eru áhugasöm um að kaupa hann. (Tuttosport)

Það þarf réttarhöld til að leysa deilu Neymar við Barcelona. (Sky Sports)

Jose Mourinho er búinn að hafna Mónakó, Lille, Wolfsburg, Schalke og AC Milan á síðasta ári. Hann er að bíða eftir starfinu hjá Real Madrid. (Goal)

Ole Gunnar Solskjær er búinn að ráða einkanjósnara til Man Utd. Sá fylgist eingöngu með þeim leikmönnum sem Solskjær vill kaupa í janúar. (Sun)

Jürgen Klopp segist ekki hafa áhyggjur af samningsmálum James Milner, 33, þó samningur hans renni út næsta sumar. (Guardian)

Liverpool er búið að gera treyjusamning við Nike sem mun skila inn 30 milljónum punda á ári, eða 15 milljónum minna heldur en núverandi samningur við New Balance. Liverpool fær þó 20% af öllum sölum og mun Nike nota stórstjörnur á borð við LeBron James og Serena Williams til að auglýsa nýju treyjuna. (Times)

Gonzalo Higuain hefur gefið í skyn að hann muni snúa aftur til uppeldisfélagsins River Plate þegar samningur hans við Juventus rennur út sumarið 2021. (Fox Sports Radio Argentina)

Uli Hoeness, forseti Bayern, vill krækja í Leroy Sane, 23, frá Man City í janúar. (Planet Futbol)

Sean Longstaff, 21 miðjumaður Newcastle, er ánægður að heyra af áhuga frá Man Utd en ætlar ekki að krefjast sölu frá Newcastle. (Times)

Southampton og Man City eru að skoða Aaron Hickey, 17 ára varnarmann Hearts í Skotlandi. (Daily Record)

Peter Kenyon, fyrrum framkvæmdastjóri Man Utd og Chielsea, er að reyna að sannfæra Mike Ashley, eiganda Newcastle, um að selja félagið til bandarískra fjárfesta. (Sun)

Steve Bruce, stjóri Newcastle, segir yfirvofandi eigendaskipti ekki hafa áhrif á sig. Hann telur þetta stöðuga umtal þó óhollt fyrir stuðningsmenn og leikmenn félagsins. (Mirror)

Al-Gharafa, keppinautar Heimis Hallgrímssonar og félaga í Al Arabi í katarska boltanum, voru að bjóða 7 milljónir punda í Jonathan Kodija, 29 ára sóknarmann Aston Villa. (Football Insider)

Tom Lawrence og Mason Bennett, leikmenn Derby, eiga yfir höfði sér að vera reknir frá félaginu eftir að hafa keyrt fullir og klesst á staur á dögunum. Richard Keogh, fyrirliði Derby, sat í farþegasætinu og verður frá út tímabilið vegna meiðsla. (Daily Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner