lau 28. september 2019 15:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Keppni lokið - FH aftur í Evrópu
FH náði Evrópusæti.
FH náði Evrópusæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Jó var mögulega að stýra Val í síðasta sinn. Hans menn náðu í sigur.
Óli Jó var mögulega að stýra Val í síðasta sinn. Hans menn náðu í sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistararnir enduðu tímabilið á sigri gegn Blikum.
Íslandsmeistararnir enduðu tímabilið á sigri gegn Blikum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík og ÍBV falla úr deildinni.
Grindavík og ÍBV falla úr deildinni.
Mynd: Benóný Þórhallsson
Pepsi Max-deild karla 2019 er formlega lokið. Lokaumferðin fór fram í heild sinni í dag.

Í rauninni það eina sem átti eftir að ráðast fyrir lokaumferðina var síðasta Evrópusætið, hvaða lið myndi enda í þriðja sætinu. FH var í kjörstöðu fyrir lokaumferðina, Hafnfirðingar þurftu aðeins að vinna Grindavík, sem var fallið úr deildinni.

Í Kaplakrika skoraði Steven Lennon fyrsta markið eftir 16 mínútur. „Hornspyrna sem skallast töluvert um teiginn, Guðmann á fjær skallar út á vítapunkt þar sem Lennon skýtur í markið með því að negla boltann í jörðina og í netið," skrifaði Magnús Þór Jónsson í beinni textalýsingu.

Grindvíkingar voru ekki slakir, en þeir lentu 2-0 undir í byrjun seinni hálfleiks. Lennon fór á vítapunktinn og skoraði annað mark FH-inga.

Nokkrum sekúndum eftir annað mark FH fékk Marc McAusland að líta rauða spjaldið. „Game over, FH vinna boltann upp úr miðjunni, Björn stingur í gegn á Atla sem er clean through en McAusland tekur hann niður," skrifaði Magnús.

Þar með var leikurinn svo gott sem búinn. Morten Beck bætti við þriðja marki FH á 60. mínútu og þar við sat.

FH er því komið aftur Evrópukeppni eftir eins árs fjarveru. Stjarnan missir af Evrópusæti þrátt fyrir sigur á botnliði ÍBV í Garðabænum. Gary Martin skoraði tvennu og krækti hann í gullskóinn. Frábær árangur hjá honum í sumar, en hann fer með ÍBV niður í Inkasso-deildinni.

Hér að neðan má sjá öll úrslitin í lokaumferðinni - einnig má lesa textalýsingar. Íslandsmeistarar KR unnu Breiðablik í lokaleik Ágúst Gylfasonar með Breiðablik og Valur vann HK, mögulega í síðasta leik Ólafs Jóhannessonar með Val. KA lagði Fylki í síðasta leik Helga Sigurðssonar með Fylki og Víkingur R. vann góðan sigur á Skaganum.

KR er meistari. Breiðablik, FH og Víkingur R. (bikarmeistarar) fara í Evrópukeppni. Grindavík og ÍBV falla, Fjölnir og Grótta koma upp.

Stjarnan 3 - 2 ÍBV
1-0 Alex Þór Hauksson ('39 )
1-1 Gary John Martin ('64 )
2-1 Sölvi Snær Guðbjargarson ('74 )
3-1 Guðjón Baldvinsson ('84 )
3-2 Gary John Martin ('87 , víti)
Lestu nánar um leikinn

FH 3 - 0 Grindavík
1-0 Steven Lennon ('16 )
2-0 Steven Lennon ('50 , víti)
3-0 Morten Beck Andersen ('60 )
Rautt spjald:Marc Mcausland, Grindavík ('51)
Lestu nánar um leikinn

KA 4 - 2 Fylkir
0-1 Ólafur Ingi Skúlason ('1 )
1-1 Elfar Árni Aðalsteinsson ('15 , víti)
2-1 Elfar Árni Aðalsteinsson ('27 )
3-1 Andri Fannar Stefánsson ('63 )
3-2 Geoffrey Wynton Mandelano Castillion ('80 )
4-2 Elfar Árni Aðalsteinsson ('92 )
Lestu nánar um leikinn

Valur 2 - 0 HK
1-0 Andri Adolphsson ('17 )
2-0 Patrick Pedersen ('45 )
Rautt spjald: Guðmundur Þór Júlíusson , HK ('64)
Lestu nánar um leikinn

Breiðablik 1 - 2 KR
0-1 Kennie Knak Chopart ('24 )
0-2 Kristján Flóki Finnbogason ('26 )
1-2 Thomas Mikkelsen ('89 , víti)
Lestu nánar um leikinn

ÍA 1 - 5 Víkingur R.
1-0 Bjarki Steinn Bjarkason ('13 )
1-1 Örvar Eggertsson ('16 )
1-2 Kwame Quee ('23 )
1-3 Óttar Magnús Karlsson ('56 )
1-4 Kwame Quee ('76 )
1-5 Ágúst Eðvald Hlynsson ('89 )
Lestu nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner