Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 28. september 2019 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmenn Rauðu stjörnunnar í banni frá Tottenham
Mynd: Getty Images
Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur úrskurðað að stuðningsmenn Rauðu stjörnunnar mega ekki fylgja liðinu til London þegar það heimsækir Tottenham í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Rauða stjarnan fær enga miða til að selja og því verða aðeins stuðningsmenn Tottenham á vellinum er liðin mætast 22. október.

Þetta kemur til vegna kynþáttafordóma sem stuðningsmenn Rauðu stjörnunnar sýndu gegn HJK Helsinki fyrr á tímabilinu. Þetta er ekki nýtt vandamál í Belgrad þar sem Rauða stjörnunni hefur oft áður verið refsað vegna kynþáttafordóma.

Partizan Belgrad er nágrannalið Rauðu stjörnunnar og glímir við svipað vandamál. Partizan gerði 2-2 jafntefli við AZ Alkmaar á heimavelli í síðustu viku og voru allir stuðningsmenn heimaliðsins 14 ára eða yngri vegna banns frá UEFA.
Athugasemdir
banner
banner