Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 28. september 2019 14:50
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Glódís og stöllur með tíu stiga forystu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í varnarlínu Rosengård er liðið lagði Kungsbacka í sænska boltanum í dag.

Þetta var fjórði sigur Rosengård í röð og trónir liðið á toppi deildarinnar með tíu stiga forystu á Vittsjö, sem á einn leik til góða.

Andrea Celeste Thorisson var þá ekki í leikmannahópi Bunkeflo sem gerði 1-1 jafntefli við Växjö.

Stigið er mikilvægt fyrir Bunkeflo sem er núna fjórum stigum fyrir ofan Djurgården í fallbaráttunni.

Kungsbacka 1 - 2 Rosengård
0-1 A. Anvegard ('9)
1-1 L. Gerhardsson ('23)
1-2 A. Imo ('79)

Bunkeflo 1 - 1 Växjö
1-0 S. Sundqvist ('20)
1-1 S: Lennartsson ('35)
Athugasemdir
banner
banner