Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 28. september 2019 15:34
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Bayern tók toppsætið af Leipzig
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Alfreð Finnbogason spilaði fyrstu 68 mínúturnar er Augsburg tapaði fyrir Bayer Leverkusen á heimavelli. Gestirnir voru mun betri í leiknum og verðskulduðu sigurinn.

Florian Niederlechner, sem byrjaði með Alfreði í sóknarlínunni, skoraði eina mark fyrri hálfleiksins. Hann skutlaði sér þá í knöttinn og skallaði óvart í eigið net.

Kevin Volland og Kai Havertz gerðu útaf við viðureignina í síðari hálfleik og er Leverkusen komið með 13 stig eftir sigurinn. Augsburg er með 5 stig.

Augsburg 0 - 3 Bayer Leverkusen
0-1 Florian Niederlechner ('34, sjálfsmark)
0-2 Kevin Volland ('76)
0-3 Kai Havertz ('84)

RB Leipzig tapaði þá toppsætinu með tapi á heimavelli gegn sterku liði Schalke.

Gestirnir nýttu færin sín betur í nokkuð jöfnum leik og leiddu 0-2 í leikhlé. Rabbi Matondo, fyrrum leikmaður Manchester City, gerði þriðja markið í upphafi síðari hálfleiks.

Emil Forsberg minnkaði muninn fyrir Leipzig en það nægði ekki. Þetta var fjórði sigur Schalke í röð og eru liðin tvö jöfn á stigum í toppbaráttunni.

RB Leipzig 1 - 3 Schalke
0-1 Salif Sane ('29)
0-2 Amine Harit ('43, víti)
0-3 Rabbi Matondo ('58)
1-3 Emil Forsberg ('83)

FC Bayern er komið á topp þýsku deildarinnar eftir sigur á útivelli gegn nýliðum Paderborn.

Serge Gnabry gerði eina markið í fyrri hálfleik og tvöfaldaði Philippe Coutinho forystuna eftir leikhlé en heimamenn minnkuðu muninn.

Robert Lewandowski hélt uppteknum hætti og gerði þriðja mark Bæjara og sitt tíunda á deildartímabilinu. Pólski framherjinn er langmarkahæstur eftir sex umferðir.

Bayern er aðeins með eins stigs forystu á næstu lið eftir sigurinn. Paderborn er á botninum, með eitt stig.

Paderborn 2 - 3 FC Bayern
0-1 Serge Gnabry ('15)
0-2 Philippe Coutinho ('55)
1-2 Kai Proger ('68)
1-3 Robert Lewandowski ('79)
2-3 Jamilu Collins ('84)

Borussia Mönchengladbach skellti Hoffenheim og er í pakkanum sem kemur einu stigi á eftir Bayern í toppbaráttunni.

Wolfsburg hafði þá betur gegn Mainz og er tveimur stigum eftir Bayern.

Hoffenheim 0 - 3 Gladbach
0-1 Alassane Plea ('43 )
0-2 Marcus Thuram ('65 )
0-3 Florian Neuhaus ('83 )

Mainz 0 - 1 Wolfsburg
0-1 Marcel Tisserand ('9 )
Athugasemdir
banner
banner