Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 28. september 2019 18:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Dortmund missteig sig á heimavelli
Reus svekktur í leikslok.
Reus svekktur í leikslok.
Mynd: Getty Images
Borussia D. 2 - 2 Werder
0-1 Milot Rashica ('7 )
1-1 Mario Gotze ('9 )
2-1 Marco Reus ('41 )
2-2 Marco Friedl ('55 )

Borussia Dortmund missteig sig þegar liðið mætti Werder Bremen í síðasta leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni.

Leikurinn fór fram í Dortmund, en það voru gestirnir sem komust yfir eftir aðeins sjö mínútur þegar Milot Rashica skoraði. Forysta Werder entist ekki lengi því Mario Götze jafnaði á níundu mínútu.

Staðan í hálfleik var 2-1 fyrir Dortmund þar sem Marco Reus skoraði eftir undirbúning Thorgan Hazard á 41. mínútu.

Werder gafst þó ekki upp og jafnaði metin á 55. mínútu. Marco Friedl, fyrrum leikmaður Bayern, jafnaði fyrir Werder og þar við sat. Ekki voru fleiri mörk skoruð.

Þetta er annað jafntefli Dortmund í röð og er liðið núna í sjötta sæti með 11 stig, þremur stigum frá toppliði Bayern. Werder er í tíunda sæti með sjö stig.

Önnur úrslit dagsins:
Þýskaland: Bayern tók toppsætið af Leipzig
Athugasemdir
banner
banner
banner