Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 28. september 2019 16:57
Magnús Þór Jónsson
Túfa: Gunni Þorsteins besti fyrirliði Íslands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Túfa, þjálfari Grindavíkur, var að vonum svekktur eftir enn einn tapleik sumarsins í Kaplakrika í dag.

"Ég er svekktur, þessi leikur var að gefa mynd af okkar tímabili í sumar.  Við vorum að spila vel, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem mér finnst að við ættum að skora mark.  Menn eru að hrósa okkur fyrir framlag og vinnusemi, en við erum samt að tapa leikjum og falla."

Lestu um leikinn: FH 3 -  0 Grindavík

Grindavík hefur átt erfitt með að skora.

"Ég held að á 2/3 af æfingunum okkar höfum við verið að æfa sókarleik á síðasta þriðjungnum en það vantaði margt upp á þetta, það er kannski ekki rétta mómentið til að ræða núna.  Leikmenn og þjálfarar hafa þó lagt allt sitt í þetta og það skiptir máli."

Hvað með hann, umræða hefur verið um að hann sé leið frá Grindavík og jafnvel að hann sé að taka við Þór. Er framtíð hans á hreinu?

"Eina sem ég get sagt við því er að ég er þjálfari Grindavíkur eins og staðan er i dag, ég byrja á að setjast niður með mínu fólki þar og taka ákvörðun um framhaldið."

Umræða hefur verið um Grindavík til framtíðar, þ.á.m. ummæli fyrirliðans um að félagið þurfi að horfa hærra.  Hvernig sér Túfa framtíðina?

"Mér fannst leikmennirnir sem við fengum vera góðir, í sumar hafa menn verið að stíga upp sem alvöru fótboltamenn, Marinó, Axel og Sigurður að spila sitt fyrsta alvöru tímabil í efstu deild.   Við vitum það að lið eins og Grindavík, ÍBV og Víkingur Ólafsvík eiga erfitt með að vera stabíl og stöðug úrvalsdeildarlið. Gunni Þorsteins er besti fyrirliði Íslands og ef ég þyrfti að taka mann með mér í stríð myndi ég velja hann fyrstan.  Hans tilfinningar komu fram og við erum allir sárir því við vildum allir gera betur.

Vinnan fyrir félagið áfram í heild er að horfa til þess að hvað við getum gert betur til að gera Grindavík að stabílum úrvalsdeildarklúbb.  Það er ekki spurning að ég er til í að vera með í því."


Nánar er rætt við Túfa í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner
banner